Hver er þinn Everest?
17.4.2012 | 12:23
Ég fór á fyrirlestur með sænsku ævintýrakonunni Renötu Chlumska í síðustu viku. Hún var heillandi og hafði frá mörgu að segja. Hún hefur hjólað frá Nepal til Svíþjóðar, klifið Everest, farið á hjóli og kajak í kringum Norður-Ameríku, ferð sem hún fór ein og var fjórtán mánuði að ljúka! Það var margt sem vakti athygli mína, á fyrirlestrinum, en eitt situr fast eftir. Renata sagði að fyrst þegar hún fór til Nepal þá var hún í grunnbúðunum í sjö vikur og kynntist þar fólki sem var að leggja á tindinn. Hún sagði að það að kynnast þeim tveimur konum sem reyndu við tindinn, á þeim tíma, hafi breytt lífi sínu. "Allt í einu sá ég að ég gæti farið á tindinn.". Hún hafði haft þá mynd í huganum að hún þyrfti að vera "stór, vöðvamikil og með hár á bringunni.." til að komast upp. Nú allt í einu uppgötvaði hún að hún GÆTI svo að myndinn varð til í huga hennar. Hún lagði mesta áhersls á það, eins og flestir sem láta drauma sína rætast, að hugurinn væri öflugasta tækið til að komast heill á leiðarenda.
Allt í einu varð myndinn til! Þannig varð það líka fyrir konur þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti, þegar íslendingur fékk nóbelsverðlaunin, þegar íþróttamenn ná afburðaárangri. Þegar einhver ákveður að láta drauma sína rætast þá er betra að hafa fyrirmynd. Hún eða hann gat það og þá get ég!
Núna þegar ég sit og skrifa bók um sköpunargleðina er ég minnt á að hver og einn á sér sinn Everest! Ég, til dæmis, hef lítin áhuga á að ganga á Everest í bókstaflegri merkingu, ekki minn draumur. Ég hef lítin áhuga á að verða afreksíþróttakona eða forseti. Ég sé ekki tilganginn í að ganga á 52 tinda á ári. Hins vegar gæti ég hugsað mér að lesa 52 bókmenntaverk ,að tala við 52 áhugaverða einstaklinga og að skapa 52 bækur, myndir og svo ég tali nú ekki um 52 ógleymaleg augnablik. Þetta eru mínir tindar. Þegar fólk nær árangri og klífur sína tinda þá hefur það alltaf lagt hart að sér. Ef maður ætlar að leggja hart að sér er betra að það sé í einhverju sem maður hefur ástríðu fyrir.
Hver er þinn Everest?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Taktur lífsins.
11.4.2012 | 11:17
"Ég fer ekki í leikskólann, alls ekki." Mótmælti sonur minn í morgun, skólaskvísan var þreytt en gladdist þegar hún fattaði að í dag er miðvikudagur og því bara þrír dagar í helgarfrí. Við vorum öll soldið lúin eftir að hafa haft fyrir því að borða svona mikið páskasúkkulaði. Fríin eru dásamleg en það er líka gott að hefja hversdaginn aftur. Takturinn í lífinu er nefnilega mikilvægur. Dúnk, dúnk heyrir maður ef maður hlustar vel. Borða páskasúkkulaði er einn taktur en annar að fá sér svo fisk eftir páska. Takturinn í lífinu eykur gildi helganna, eykur gildi andstæðna og gerir það að verkum að lífslagið okkar verður taktfast.
Þegar maður leggur hart að sér við verkefni sín er gott að slappa af á eftir, að liggja í leti er nauðsynlegt til að hlaða batteríin en of mikið að því verður taktleysi. Borða vel af góðum mat er gott en of mikið er taktleysi. Kvart og kvein er nauðsynlegt en í of miklum mæli er það taktleysi. Of mikið af ferðalögum skapar eirðarleysi en ef maður fer aldrei neitt verður maður oft þröngsýnn og leiður á sjálfum sér og öðrum. Of mikil nánd eða samvera getur orðið þrengjandi en of mikil einvera gerir hvern mann brjálaðan. Sjónvarpsgláp og tölvuráf er gott og fræðandi en of mikið af því einangrar okkur frá hvort öðru. Vorið er einn taktur, sumarið annar, haustið er aðeins hægari taktur en jólin bæði hröð og hæg.
Ég er ósköp fegin að vera komin í hversdagstaktinn aftur, dúnk, dúnk,vinnan göfgar og allt það og ekki skemmir að það er stutt í helgina!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Enn fegurri.
3.4.2012 | 15:23
Ég las í vikunni um leikkonu sem er 25 ára sem hefur farið í svo margar lýtaaðgerðir að hún þekkist varla lengur. Hún er í hópi "fegurstu" kvenna í heimi, samkvæmt staðlinum sem nú er í gangi. Hún sjálf er ekki sammála því og segist þjást af óöryggi. Það er nefnilega svo að það er alltaf hægt að verða ríkari, alltaf hægt að verða fegurri, alltaf hægt að breyta og bæta. Fullkomnun er erfið vegferð en það má alltaf reyna.
Hin skondna staðreynd er hins vegar sú að okkur, manneskjunum, líkar betur við þá sem ekki eru fullkomnir. Þeir leiðtogar sem sýna veikleika sína, ná betri árangri en aðrir, í að ná trausti fólks. Ástæðan er einföld: Við treystum ekki þeim sem okkur finnst vera of fullkomnir vegna þess að við sjáum ekki fyrir okkur að þeir geti sett sig í spor okkar sem ekki erum eins fögur, fræg, rík eða fullkomin.
Þrátt fyrir allt og alla sem reyna að sannfæra okkur um annað, og þar með talið okkar innra tal, þá veitir það okkur ekki meiri lífsfyllingu eða árangur að vera fullkomin. Hins vegar ef við reynum að vera enn meira sönn, enn meira við sjálf, einlægari, hjartahlýrri og auðmýkri þá eru einhverjar líkur á að fullkomnum skipti ekki máli lengur. Ég þakka bara fyrir að vera svona" natúral bjútí" svo ég þurfi ekki að leggjast undir hnífinn eins og leikkonan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hætt að fresta ... eða þannig!
27.3.2012 | 10:28
Í gær var "gera allt sem ég hef frestað" dagurinn hjá mér. Ég er að skrifa bók m.a. um frestunaráráttu og ég skoraði mig á hólm. Ég fór í bankann með pappíra sem voru orðnir svo útmáðir að það sást ekki lengur hvað stóð á þeim. Ég fór til endurskoðandans, ég fór til læknis og ég fór með gardínuna í viðgerð. Ég ætlaði að bóka mig á hótelið fyrir ráðstefnuna sem ég er að fara í í næsta mánuði. En.. það er einn dagur enn í "deadlinið" og ég get haldið áfram að kvíða fyrir því að nú séu öll herbergi bókuð og ég þurfi að sofa á götunni.... í New York!
Ég á enn eftir að panta tíma hjá tannlækninum og taka til í bílskúrnum og raða reikningunum og finna leið til að drasið safnist ekki saman ... en það var samt gott að gera það sem ég gerði þó á þessum "gera allt sem ég hef frestað" deginum. Næst verður það allt sem ég hef frestað vikan.
Orkan sem fer í að fresta er ótrúleg, alveg ótrúleg. Ég held ég hljóti að vera eina konan á Íslandi sem er svona. Þess vegna er best að ég hætti að fresta því að að skrifa og setjist niður og skrifi kaflann um frestunaráráttuna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sársauki.
20.3.2012 | 10:29
Þegar maður finnur til þá veitir maður sjaldan öðru athygli en verknum. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega æðrulaus þegar kemur að verkjum og sársauka. Ég vorkenni mér ferlega í hvert skipti sem ég fæ minnsta verk og læt öllum illum látum. Ég er heppin (og þeir sem í kringum mig eru) því ég er mjög hraust.
Sársauki hefur mikilvægan tilgang, hann segir okkur að eitthvað sé að og að við ættum að veita því athygli og gera eitthvað í málinu. Það er ekki hægt annað en að veita líkamlegum sársauka eftirtekt og gera eitthvað í því þegar maður er fótbrotin eða með blæðandi sár. Hins vegar er mikilvægt að gera sér grein fyrir að andlegur sársauki er af sama tagi. Ef það veldur manni sársauka að mæta í vinnunna þá er betra að hisja upp um sig buxurnar og finna út úr því hvað veldur sársaukanum. Það getur verið margt, samstarfsörðugleikar, ómögulegir stjórnendur o.s.frv. Ef sársaukinn af því að vera er meiri en góðu hófi gegnir þá er mikilvægt að fara. Ef sársaukin af slæmu sambandi er orðin of mikill þá er betra að fara úr því. Ef sársaukin af því að drekka eða dópa er orðin meiri en skemmtunin þá er betra að hætta. Ef sársaukin af því að skapa ekki neitt er orðin of mikill þá er best að skapa eitthvað og fyrst maður er að skapa eitthvað á annað borð. Þá mæli ég með að skapa fagurt líf. Besta leiðin til þess að búa til fagurt líf er að gera það sem veldur manni sársauka að gera ekki! Skrifa bókina, eignast barnið, stofna fyrirtækið, sættast við líkama sinn, finna lífsförunautin, vera ein/n, ferðast, vera heima o.s.frv. Láta ljós sitt skína sama hvað það þýðir.
Við getum tekið utan um sársaukan og borið viðringu fyrir því hver hann er: kennari og vitur vinur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ástríða: Lykill að farsæld.
15.3.2012 | 09:29
Eftir að bókin mín: Á réttri hillu, kom út í fyrra þá hef ég verið svo heppin að fara víða og ræða við fólk um köllun í starfi, ástríðu og styrkleika þess. Flestir hafa ekki hugsað mikið um þetta umræðuefni áður. Sumir jafnvel þverneita að þeir eigi einhverja ástríðu. Týpíst svar er: "Ég hef nú ekki litið svo á að þrátt fyrir að ég elski að elda og sé alltaf að skoða uppskriftir og hugsi stöðugt um mat þá sé það ástríða mín."
Við eigum öll okkar eigin ástríðu sem er eins og fingrafar okkar einstakt fyrir okkur sjálf. Okkur ber að rækta þessa ástríðu og ýta undir hana og leyfa okkur að láta hana vaxa og dafna. Margir hafa lent í því að "passa" ekki inn í skólakerfið og finnast þeir þess vegna vera "lúserar" eins og einn maður sagði við mig um daginn. Skólakerfið er þannig uppbyggt að það vill gera alla eins, allir eiga að vera þríhyrningar sem passa ofan í kassa en fullt af fólki eru ferhyrningar sem passa bara ekki. Sama hvað reynt er að þrýsta þeim ofan í! Við sjálf verðum því að finna styrkleikum okkar og ástríðu farveg. þessi sami maður sem hafði upplifað sig sem "lúser" í skóla hefur mikla ástríðu fyrir að spila á gítarinn sinn og lesa bókmenntir. Hann hefur ástríðu fyrir því að byggja hús, enda hefur hann lengst af starfað sem smiður, og hann nýtur þess að ferðast.
Leggðu það á þig að rækta ástríðu þína sem er eins og hver annar líkamsvöðvi sem þarf að hreyfa til að viðhalda styrk og teygjanleika. Við eigum ekki aðeins eina ástríðu lífið á enda heldur margar sem oft tengjast en stundum ekki. Láttu það eftir þér og þú munt uppskera bæði gleði og fleiri tækifæri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Týnast ekki í sófanum.
8.3.2012 | 21:33
Ég er ættuð að vestan og var að koma úr heimsókn þaðan. Ég fór að heimsækja ömmu mína sem býr hjá frænku minni í Bolungavík. Um leið og ég kom var ég drifin í félagsheimilið að sjá eina af síðustu æfingum leikfélagsins fyrir frumsýningu á laugardag á verkinu "Að eilífu" eftir Árna Íbsen. Halla Signý frænka mín á tvær uppkomnar dætur, önnur var driffjöðurinn í að endurreisa leikfélagið og er aðstoðarleikstjóri. Hin er ljósamaður og maður hennar er í stóru hlutverki í leikverkinu. Sonur Höllu er í aðalhlutverki í leikritinu. Eiginmaður hennar sér um leikmunina. Halla sér um miðakaup og að "dressa" leikarana. Yngsta dóttirinn var upptekin við að leika í Grease með Menntaskólanum á Ísafirði.
Í um átta hundruð manna samfélagi eru alla vega fjörtíu manns sem taka virkan þátt í að setja upp stóra leiksýningu, mun fleiri sem koma að og aðstoða. Það tekur u.þ.b. mánuð að æfa og setja upp sýningar og allir eru í vinnu annarsstaðar. Á sama tíma er fólk líka að sinna fjölskyldu sínum og öðru. Halla Signý og hennar fjölskylda er auðvitað mjög "aktív" en málið er að núna þegar ég bý í Reykjavík þá eru tækifærin til að láta sköpunargleði mína oft minni en ef ég væri út á landi. Þorrablótin eru skipulögð með framlagi úr sveitinni eða plássinu sem og aðrar skemmtanir. Kórin og kvenfélagið, Zontrafélög og allra handa félagsskapur er hluti af mannlífinu.
Ég er ekki að mæla móti því að búa á höfuðborgarsvæðinu en.... það er miklu minni líkur á að maður týnist í sófanum fyrir framan sjónvarpið út á landi. Það eru mikil lífsgæði.
PS og ef þið eruð stödd fyrir vestan kíkið þá á sýninguna ég mæli með henni!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki í felum lengur!
28.2.2012 | 09:32
Ég er fjörtíu og fimm ára, sem sagt, ekkert sérstaklega gömul. Þegar ég var barn að alast upp í Keflavík þá vissi ég ekki að hægt væri að skilja. Ég man eftir einni stelpu sem átti foreldra sem skildu, hún flutti til Reykjavíkur! Hommar og lesbíur voru ekki til - svo ég vissi. Það voru engir alkólistar, bara fyllibittur, eins og Gvendur Þribbi. Fólk var ekki geðveíkt bara ruglað og börn voru ekki með athyglisbrest, þau voru bara óþekk. Á keflavíkurflugvelli voru svertingjar og því ólumst við upp við að sjá þá í umhverfinu en við töluðum ekkert við þá! Þegar við fórum til Akureyrar í fermingaferðalag þá hafði verið málað á veggina "kanamellur", það þótti ekki fínt að vera í næsta nágrenni við kanann.
Núna bý ég í "samsettri" fjölskyldu. Í minni samsettu stórfjölskyldu eru hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir einstaklingar, svertingi, geðveikir einstaklingar og fullt af athyglisbresti svo ég tali nú ekki um alkólistana. Á undanförnum áratugum hefur orðið gjörbylting í samfélagi okkar. Viðhorf okkar til hvers annars hefur tekið stakkaskiputum og umburðalyndi er nú mun meira en það var. Það þykir næstum sjálfsagt að koma út úr skápnum, að fara inn á geðdeild eða í meðferð. Við kippum okkur ekkert upp við það að fólk skilji og börn venjast því að eiga stjúpforeldra og extra sett af ömmum og öfum. Þetta hefur gerst svo hratt - ég er ennþá mjög ung en mín kynslóð hefur upplifað ótrúlega umbreytingu á lífsháttum, meiri en nokkur önnur kynslóð þar á undan. Við verðum að standa vörð um umburðalyndið. Við verðum að standa vörð um að við hvert og eitt getum lifað lífinu eins og við kjósum, ekki í felum eins og áður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Auðmýkt og hugrekki eru tvíburasystur.
23.2.2012 | 01:46
Ég hef ekki alltaf átt auðvelt með að vera auðmjúk. Smelli stundum í hroka um leið og einhver efast um mig eða störf mín. Þá fer ég í vörn og hugsa "hvað heldur þú að þú sért! Ég skal sko sýna þér....bla, bla endalausar hugsanur um hefnd, stríð og yfirráð." Ég reyni hins vegar að ná tangarhaldi á "égóinu" í mér og segja við sjálfan mig "ekki láta hugsanir þínar lama þig eða koma þér í vandræði, þetta eru bara hugsanir.." Í þessu eins og öðru skapar æfingin meistarann og í hvert skipti sem hugsana hraðlestinn fer af stað í hroka/varnar/stríð/yfirráð - áttina þá minni ég mig á að sú leið sé leið hugleysingja. Oftast duga það því ekki vill ég vera neinn aumingi! .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hamingjan og ömmur.
14.2.2012 | 22:35
Í nýjasta hefti af Harward Busness Review er fjallað um hamingjuna. Síðstu tuttugu árin hefur orðið mikil vakning í rannsóknum á fyrirbærinu hamingja. Fræðimenn sem skoða efnahagslegar afleiðingar hamingju, mismunandi hamingjustuðull þjóða hafa fengið nóbelsverðlaun. Þeir sem skoða leiðtoga og vinnustaði hafa komist að því að starfsmönnum sem líður vel í vinnunni koma meiru í verk og eru almennilegri við viðskiptavini, jafnt innan sem utan fyrirtækisins.
En hvernig verður maður hamingjusamari? Þetta er aldargömul spurning sem skáld og heimspekingar reyndu að svara áður fyrr en núna nálgumst við spurninguna fræðilega. Svarið er með einfōldum hætti. Það eru ekki stóru atburðirnir í lífi okkar sem hafa mest áhrif á hamingjuna heldur hvernig við hegðum okkur á hverjum degi. Hugleiðsla hreyfing, næg hvíld, ásamt því að vera í nánu sambandi við fólkið í kringum sig. Við stuðlum að okkar eigin hamingju með því að gera öðrum gott og með því að rifja reglulega upp hvað við erum þakklát fyrir.
Allt eru þetta þættir sem amma þín hefur sagt þér en vísindin hafa staðfest að ömmur hafa alltaf rétt fyrir sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)