Húsbóndi á sínu heimili

Þegar ég fer í klippingu eða snyrtimeðferðir (ekki alveg ókeypis að líta svona út ;-) eins og vinkona mín ein segir alltaf). Þá nota ég tækifærið og les öll "kerlingatímaritin". Eða réttara sagt kíki á þau. Þessi íslensku tímarit sem ætluð eru konum eru mismunandi að gæðum en eftir því sem ég verð eldri og vitrari þá eru þau fá sem vekja áhuga minn. Í nýj Hús og Hýbýli-blaði vaknti ein grein athygli mína því þar var talað um að húsfreyjan tók á móti blaðamanni og svo var sýnt úr "húsbóndaherbergi". 

Ég svitnaði af hneykslun og leit upp úr blaðinu og stórskammaðist í meðferðaaðila mínum "húsbóndi", "húsbóndaherbergi." Ég hef ekkert á móti karlmönnum, elska þá og alls ekki á móti því að þeir eigi sitt eigið herbergi. En... húsbóndi, í alvöru? Hefði verið hægt að segja hann eða hún - eða eiginkona, eiginmaður eða bara frúin og herrann. Eða hvað sem er en ... Húsbóndi! í Alvöru?

Er einhver kona sem ennþá segir að eiginmaður hennar sé húsbóndinn? Í hinum blöðunum voru endalaus viðtöl við fólk (lesist konur) um hvað þær borða og hvert þær fara í ræktina. Í alvöru! Fyrirsæturnar eru hálfnakin börn sem auglýsa krem og annað dót. Í einu blaðanna var sýnt í afmæli eins árs barns sem hefur örugglega tekið þrjár vikur að undirbúa. Hvernig á að þrífa og hvað á að borða - í alvöru!

Mig langar að lesa um pólitík. Um konur sem sigrast á hindrunum. Um viðskipta-trend. Um frumkvöðla, um bónda upp í sveit. Um nítíu ára konu sem litar á sér hárið í hverri viku og dansar Zumba. Um konu á miðjum aldri sem vill bjarga heiminum. Um tuttugu ára stelpu sem elskar fótbolta og spilar í hjómsveit. Um konur sem fokka upp systemi og konur sem gera það ekki. Um fjaldgöngugarpa og sirkusdýr og ferðalög og ævintýri. En ekki um húsbændur og hjú.

Næst þegar ég fer í meðferð af einhverju tagi þá ætla ég að taka mitt eigið lesefni með mér. Reyndar dett ég oft niður á eitthvað í MAN. Annar verð ég bara að fara að gefa út mitt eigið tímarit. Mikið sakna ég Veru sem ég var áskrifandi að þann tíma sem hún var gefin út. 

eðferð af einhverju tagi þá ætla ég að taka mitt eigið lesefni með mér. Reyndar dett ég oft niður á eitthvað í MAN. Annar verð ég bara að fara að gefa út mitt eigið tímarit. Mikið sakna ég Veru sem ég var áskrifandi að þann tíma sem hún var gefin út. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband