U-kúrfa lífsánægju
28.5.2015 | 09:10
Konan horfði á mig löngunaraugum "Ertu alveg viss?" spurðu hún svo aftur. Ég hikaði aðeins en leit svo á hana og sagði allt benda til þess að lífsánægja fólks hækkaði eftir aldri. Ég fékk smá fiðring í maga þegar hún gékk léttstígari burtu því rannsóknir miðaðst við meðalmanninn og normalkúrfuna en allar líkur eru þó á að þetta eigi við.
Hagfræðingar (af öllum) hafa bæst við hóp sérfræðinga sem hafa komist að því að lífsánægja fólks er minnst um miðjan aldur. Nákvæmlega er hún minnst þegar fólk er 46 ára - þannig að ef þú ert 45 ára getur þú lagst undir sæng.... Þetta er aldurinn þar sem fólk vaknar upp og hugsar "er þetta allt?" búin að reyna að koma sér áfram í vinnunni en samt eru alltaf einhverjir sem eru framar. Búin að eiga börnin og nú frekjast þau í manni, búin að kaupa bílin, íbúðina og vasann, búin að gifta sig, endurnýja og ... einn daginn vaknar fólk og hugsar "get ég ekki bara flutt til Brazelíu á laun og byrjað upp á nýtt.." Svo virðist sem þetta eigi við um allar manneskjur hvar sem þær búa á jarðkringlunni og bæði kynin. Á þessu lífskskeiði eykst neysla þunglyndislyfja og svefnlyfja.
Það sem er gott að vita er að lífsánægja er U-laga, þ.e. hún vex með aldri. Hún er lægst á miðjum aldri en vex síðan eftir það (almennt). Eða eins og einn nemandi minn sagði "þetta er svona happy ending" Lífsánægja þeirra sem eru komnir á efri ár er því mun meiri en þeirra sem eru á miðjum aldri. Það er virðist vera tilgangur með þessari deppu á miðjum aldri. Kannski er tilgangurinn að við endurskoðum og tökum til í tilverunni áður en við höldum áfram inn í næsta lífskeið. Nauðsynleg endurfæðing inn í nýja tíma á eigin forsendum.
Í grein sem fjallaði um þetta var sagt að fólk vaknaði á miðjum aldri og hugsaði "er þetta allt" en tíu árum seinna vaknaði það og hugsaði "þetta er allt og ég fíla það (æ lof it)." Þannig að ef þú ert á þessu tímabili núna - bíddu bara einn daginn muntu vakna og hugsa "ég fíla líf mitt í botn.."
Konan á námskeiðinu hjá mér, sem ég talaði um í upphafði, hafði nefnilega haldið að hún væri að verða rugluð eftir að hafa upplifað sveiflur, þungar hugsanir, deppu og löngun til að flytja burt úr tilveru sinni. Ég sagði henni að hún gæti ekki verið meira normal.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.