Litríkur vetur framundan

"Hún hatar mig", ég leit ekki upp úr blaðinu enda orðin jafn vön þessum yfirlýsingum eins og rigningunni. "Af herju segir þú það, elskan?". Hún leit á mig tárvotum augum, "hún horfði þannig á mig". Áður en ég gat svarað heyrði ég að hún var komin í símann að tala við þá sem hataði hana. Ég lauk við greinina. Eftir stutta stund kom tátan skoppandi inn í eldhús aftur, "má ég fara í sund með vinkonu minni?" Það var eins og sólinn hefði brotist út úr skýjunum á ný. Hún er í upphafi fyrra kynþroskaskeiðs. Ég er á upphafi seinna kynþroskaskeiðs. Þetta verður litríkur vetur.

Nýlega fórum við að versla og það endað með því að við báðar grétum - ekki spyrja mig hvernig það gerðist en einhvern vegin svona var sagan. Hún vildi kaupa svona, ég vildi að hún keypti hinssegin. Hún vildi fara í þessa búð en ég vildi fara í aðra. Ég stóð á garginu og hún grét, ég grét yfir að standa á garginu... Ég veit! Karlmennirnir á heimilinu skilja oft ekkert í okkur, hvorki sá litli né stóri. Þeir klóra sér í hausnum og eru farnir að forða sér ef tárin spretta fram eða ef ég er farin að roðna of hratt. 

Það skemmtilega við þessi lífsskeið okkar er að við erum að breytast. Líkamar okkar eru að breytast, tllfinningar, andlega líðan og umhverfi. Hún speglar sig í umhverfinu, vinkonunum, skólasystkinum en ég spegla mig í speglinum, bæði hinum innri spegli og ytri. Sá ytri er ekkert að ljúga að mér, það hjálpar að vera farin að sjá soldið illa. Hin innri spegill er erfiðari því ég stend mig að því að vera í stöðugri endurskoðun sem er bæði gott og slæmt.

Lífið er stöðugt að breytast, það er skrárra að flæða með breytingunum en forðast þær því eins og forn-Grikkinn Plutarch sagði þá leiða örlögin þann áfram sem fylgir þeim en draga þann sem streitast á móti. Við mæðgurnar flæðum í átt að nýju lífsskeiði saman og þeir sem eru ekki eins dramatískir í fjölskyldunni halda okkur á floti.  Það skemmtilega við að vera kona er að það er sjaldan tíðindalaust á hormónavígstöðunum. Þannig að það er bara best að njóta þess, fljóta með og sjá kraftaverkin sem gerast á hverjum degi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband