Gefðu, til að að ná árangri

Ert þú knúin áfram af því að gera samfélagið betri? Að þjóna samborgurum þínum? Að vilja láta gott af þér leiða? 

Samkvæmt rannsóknum Adams Grant ná þeir sem gefa meiri árangri en aðrir, í lífi og starfi. Hann skiptir fólk í þrennt; í fyrsta lagi þeir sem gefa, í öðru lagi þeir sem taka og í þriðja lagi þeir sem eru þar á milli (e. matchers). Gjöfula fólkið gefur af tíma sínum og peningum, hjálpar öðrum, leggur sig fram um að styðja við og aðstoða samferðafólk. Þeir sem taka er hægt að þekkja á því að í vinnunni "kyssa þeir uppá við en sparka niður á við". Þeir hugsa fyrst og fremst "hvernig get ég skarað að minni eigin köku." Þeir stela hugmyndum annarra og velja þau verkefni sem beinir jákvæðu kastljósi að þeim sjálfum. Milli hópurinn gefur þegar þeir eiga von á að greiðinn verði endurgoldin. Meta eftir aðstæðum hverju sinni hvort það "borgi sig" að vera gjöfulir. 

Gefandi fólk er ekki bara efst í fyrirtækjum heldur líka neðst. Galdurinn felst í því að huga nægilega vel að sjálfum sér til að geta gefið, setja sér mörk og þekkja sín eigin takmörk. Þeir sem taka, taka líka mikla orku frá umhverfinu. Þeir ná oft miklum árangri fyrst í starfi eða fyrst á starfsævi sinni en síðan falla þeir því bæði millihópurinn og aðrir í þeirra eigin hópi vilja ekki sjá þá sigra. Til þess að ná því markmiði að hegna þeim, sem taka, notar fólk ýmsar aðferðir eins og slúður og baknag. Hinir sem gefa af því einfaldlega að þeim líður þannig best ná því árangri til langs tíma litið. Þetta á við um sölufólk, verkfræðinga, hjúkrunarfólk, kennara og svo virðist sem flestar starfsstéttir. En fólk er oft ekki meðvitað um áhrif sín fyrr en eftir mörg ár, einsog kennarar. Segjum gömlu kennurunum okkar hvað þau skiptu miklu máli, fyrir þau börn sem nú eru hjá þeim.  

Það sem gjöfula fólkið þarf að hafa í huga er að sjá árangur starfa sinna á þá sem þeir þjóna. Þeir þurfa líka að huga að tímanum sem þeir gefa öðrum til að þeirra eigin störf, eða heilsa, líði ekki fyrir. Annars er hætta á kulnum í starfi.

Þessar rannsóknir eru afar mikilvægar  - þeir sem hingað til að hafa verið hræddir við að vera of mjúkir eða of væmnir geta nú rétt úr bakinu og horft langt fram á vegin. Ömmur og afar sem vilja gefa næstu kynslóðum gott veganesti, athygli og tíma þurfa líka að huga vel að sjálfum sér. Til að byggja betra samfélag þurfum við á sterkri eldri kynslóð að halda sem heldur vel utan um ungviðið því þannig hlúum við að að rótunum. 

Ekki vera hrædd/ur við að láta góðvild þína dreifa sér um víða veröld. Réttu hjálparhönd og þú nærð árangri sem skiptir máli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband