Besta vinkona mín

Rannsóknir hafa sýnt að vinkonur lækka streitustuðull kvenna! Vinkona er ein besta hamingjufjárfesting sem um getur, í lífi hverrar konu. Eitthvað hefur það með þá staðreynd að gera að vellíðunarhormónar flæða við nánar samræður kvenna en ekki milli karla og kvenna, alla vega í sama mæli. Þannig eru konur, konum bestar :-). Ef við þýðum þetta yfir á hversdaginn þá er mun líklegra að konum líði betur ef þær tala við vinkonu sínar um þau mál sem liggja á hjarta hennar heldur en að snúa sér að mönnunum í lífi sínu. 

Ég er svo heppin að eiga góðar vinkonur sem ég hef hringt í á öllum tíma sólarhrings þegar krísurnar hafa bankað upp á í lífi mínu. Ég get alltaf treyst á að þær komi þegar ég kem mér ekki af stað sjálf. Ég hef líka verið svo heppin að geta glaðst með þeim og tekið að fullu þátt í lífi þeirra og fjölskyldu þeirra. Við höldum reglulega krísufundi og líka bara venjulega fundi. þegar ég hef gert eitthvað af mér skamma þær mig og ef ég fer fram úr mér þá koma þær mér á réttan stað.  Saman erum við svo miklu sterkari.  

Ég á líka góða karlkyns vini og þeir eru auðvitað líka mikilvægir, á sama hátt og karlar eru góðir vinir hvors annars.

Á heildina litið er gríðarlega mikilvægt að rækta og eiga góða vini. Vinir eru eins og demparar sem mýkja lífið þegar maður keyrir yfir lífsins fjallvegi.  

Ræktum, nærum og styðjum vinkonur og vini okkar eins og við lifandi getum.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband