Upprisa!
2.4.2013 | 17:23
Ég vatt mér fram úr í morgun og sá að sólin var að læðast á loft, þrátt fyrir þá þrálátu tilfinningu að ég þurfi að sofa meira dreif ég mig fram. Síðan tók þessa hefðbundna eftir hátíðarar streð við að koma krökkunum fram úr sem mótmæltu og sneru sér á hina. Eftir að hafa skóflað þeim út tók ég mig til og týndi til vinnuflíkurnar en viti menn eitthvað hafa þær skroppið saman um hátíðarnar - aftur! Enn á ný! Halló... þessi þvottavél er dularfull eða kannski er það þurrkarinn! Eftir töluverða umhugsun um þvottaveröld mína ákvað ég að stíga á .... vinkonu mína vigtina... slæm ákvörðun og alls ekki til eftirbreytni. OOOOOhhhhhh.... arg, garg.. þar sem ég sat á rúminu mínu og vorkenndi mér fyrir að fæðast ekki með grönnu genin eða snefill af íþróttaáhuga eða bara með súkkulaðiofnæmi þá kíkti ég í skápinn minn aftur. Ég fann eitthvað á endanum og hef verið að vorkenna mér í allann dag!
Nú skal taka það fram að ég kann ALLT um markmiðsetningu, jákvæðni og réttu viðhorfin en SAMT er ég búin að vorkenna mér í ALLANN dag! Enn og aftur! Aumingja ég ... fórnalamb páskaeggja! Aumingja ég!
Þá mundi ég allt í einu eftir því að páskarnir eru, í huga kristinna manna, táknrænir fyrir upprisu, sigur lífsins yfir dauðanum. Nýtt líf - þess vegna borðum við páskaegg (já - ég er sannkristin kona og gerði þetta af skyldurækni...). Eggið er táknrænt fyrir möguleika framtíðarinnar.
Nú er ég því komin á kunnuglegan stað, aftur, vortiltekt í matarræðinu, aukin hreyfing og þá gildir slagorð Nike - Just do it! Ég er að hugsa um að dusta rykið af öllum þeim heilræðum sem ég hef lesið og prófað í gegnum tíðina við tiltekina. Um leið og ég er búin að vorkenna mér dálítið.
Hvað er það sem þú vilt rísa upp úr núna í vor? Ég held við getum þetta saman með réttu viðhorfunum, skrefi fyrir skref aðferðinni og slatta af sjálfsumhyggju.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.