Bréf sem fundust í skúffu Abrahams Lincoln
15.2.2013 | 10:17
Um þessar mundir er verið að sýna kvikmynd um síðustu daga Lincolns bandaríkjaforseta. Myndin fjallar um baráttu hans til að aflétta lögum um þrælahald undir lok borgarastyrjaldarinnar. Lincoln er dáðasti forseti Bandaríkjanna fram á þennan dag, samkvæmt könnunum. Í myndinni kemur vel fram hæfileiki hans til að heilla fólk með orðum en hann var orðheppinn maður og þekktur fyrir að beita því bæði í ræðu og riti. Hann var líka kænn sögumaður. Í myndinni er dregin upp mynd af manni sem er í senn mildur og föðurlegur í afstöðu sinni til manna og málefna, maður knúin áfram af hugsjónum sínum.
Lincoln var ekki alltaf svo hófstilltur í lífi sínu. Hann byrjaði snemma að æfa sig að tala fyrir fólk, þegar hann var aðeins barna að aldri safnaði hann saman vinum sínum og stóð svo upp á tréstúf og hélt yfir þeim ræður. Þegrar hann var ungur maður fór hann gjarnan á krár þar sem fóru fram rökræður og æfði sig í að setja fram mál sitt. Hann hafði ekki mikla formlega skólagöngu en lagði á sig að vera vel lesin og kynnti sér meðal annars svo vel rit Shakespears að hann gat þulið upp sögur hans. Hann unni góðum sögum og kunni þá list að segja þær vel.
Á sínum yngri árum var hann mjög gagnrýnin og þekktur fyrir að fara illa með andstæðinga sína ef til rökræðna kom. Árið 1840 varð frægt atvik þar sem hann hæddi mann að nafni Jess Thomas sem andmælti honum á stjórnmálafundi. Hann fór svo illa með hann að Thomas grét á endanum undan honum. Þetta atvik er kallað "the skinning of Thomas." Það var ekki nóg með að hann hefði andstæðinga sína að háði og spotti í tali heldur átti hann jafnvel til að skrifa um þá níðgreinar undir fölsku nafni. Eitt sinn, árið 1842 skrifaði hann í blað undir nafninu Rebecca, níðgrein um James Shields, en sá hin sami varð eðlilega reiður og heimtaði að fá uppgefið hver hefði skrifað greinina. Þegar kom í ljós að það var Lincoln skoraði Shields hann á hólm. Áður en þeir gengu á hólm náðu þeir að sætta málin sín á milli. Talið er að þessi atvik hafi haft mikil áhrif á Abraham Lincoln og upp úr því fór hann að beita vopni sínu, orðum og sögum með öðrum hætti. Hinn mildi og orðheppni leiðtogi var í mótun.
Hann hafði sjálfsaga til þess að verða hófstilltari með árunum og náði eftir það mun meiri árangri sem leiðtogi á erfiðum tímum. Hans er meðal annars minnst sem manns sem sýndi miskun og mildi í garð þeirra sem gagnrýndu hann harðast í forsetatíð hans. Þrátt fyrir að hafa sýnt miskunarleysi á sínum yngri árum. Það kom í ljós eftir dauða hans að í skúffu í skrifborði hans var fullt af bréfum þar sem hann úthúðaði og fór illum orðum um þá sem gagnrýndu eða reittu hann til reiði. Þessi bréf voru hins vegar ósend og höfðu aldrei farið neitt lengra en í skúffuna.
Abraham Lincoln lærði, sem sagt, að þegar þú ert reiður þá ferðu með þá flottustu ræðu sem þú munt nokkru sinni sjá eftir að hafa flutt. Kannski islenskir leiðtogar geti lært af þessu - og við öll hin
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.