Stefnumótun í eigin lífi.
19.9.2012 | 17:33
Nú er verið að endurútgefa bókina mína: Móti hækkandi sól. Lærðu að virkja kraft vonar og heppni í lífi þínu. Það settti mig í þá stöðu að þurfa að lesa hana aftur! Ég var kvíðin, hafði ekki heimsótt þá bók síðan 2005. En, eins og með kvíða almennt, um leið og ég hóf verkið þá var reyslan ekki svo slæm. Eins og að hitta aftur gamlan vin og finna að þrátt fyrir að árin séu orðin mörg síðan við hittumst þá er neistinn og vináttan ennþá til staðar.
Í bókinni legg ég upp með kenningar um von og heppni og bendi á leiðir til að rækta sjálfan sig. Stoppa við og hugsa um hvort maður sé á réttri leið eða ekki. Ég hef sterkar skoðanir á því að maður eigi að líta á sjálfan sig eins og hvert annað fyrirtæki. Flestir stjórnendur vita að það er nauðsynlegt að fara í stefnumótun til þess að forgangsraða rétt. Grunnspurningarnar í stefnumótun eru: Hvar er ég? Hvert vil ég fara? Og hvernig kemst ég þangað? Við ættum öll að gera það sama í okkar eigin lífi, gera stefnumótun reglulega. Hefjast svo handa og taka fyrstu skrefin í átt að því takmarki sem okkur dreymir um. Eitt skref í einu.
Við eigum það öll skilið, af okkur sjálfum, að gera það besta úr þessu lífi sem við fáum að gjöf. Eins og Richard P. Feynman, sem er Nóbels vinningshafi í eðlisfræði, segir þá er svo auðvelt að ljúga að sjálfum sér (The first principle is that you must not fool youself, and you are the easiest person to fool).
Eftir að hafa lesið bókina aftur, ákvað ég að breyta engu. Hún stendur bara fyrir sínu og þeir sem vilja líta í eigin barm og auka von sína og heppni með breyttum viðhorfum eða stefnumótun geta valið að fylgja leiðbeiningunum sem í henni eru. Sumt einfaldlega breytist ekki. Móti hækkandi sól í eigin lífi er takmarkið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.