Vangadans.
30.5.2012 | 15:06
Ég hef verið svo heppin að ferðast á tvo ólíka staði með stuttu millibili undanfarið. Í apríl fór ég til New York og er núna nýkomin frá Valencia á Spáni. Það er ótrúlegur munur á milli þessa staða, bæði í efnslegum skilningi þess orðs. Háhýsi, bílar, hraði og allt á fullu einkenna annan staðinn (hvort heldur þú..) en gamlar byggingar, torg og kirkjur hinn. En það er ekki bara í útliti sem staðirnir eru ólíkir.
New York er borg sem sefur aldrei, búðir og þjónusta er opin næstum allann sólarhringinn. Meðan ég var að slæðast um í miðborg Valencia, fyrsta daginn, þá lokuðu allt í einu allar búðir um miðjan dag. Ég, sem var á íslenskum hraða ennþá, skildi ekkert í neinu og fór að litast um. Allar búðir lokaðar og þegar ég rýndi í skilti á glugganum sá ég að þær opnuðu aftur rétt fyrir kvöldmat, á mínum tíma. Síesta, tími til að hvíla sig og endurnærast yfir miðjan daginn var skollinn á. Spánverjarnir voru að hvíla sig og lengra nær málið ekki. Hvort sem það eru viðskiptavinir sem bíða - eða ekki. Á kvöldin þegar við fórum út að borða opnuðu veitingastaðir oft ekki fyrr en um átta og þeir eru opnir lengi fram eftir miðnætti því Spánverjar fara ekki út að borða til að borða í flýti. Þeir sitja á veitingastöðunum og borða og spjalla í nokkra klukkutíma. Oft um helgar fara fjölskyldur og vinir út að borða upp úr níu og koma heim um klukkan tvö að nóttu. Saddir og sælir. Maður sá fólk með börn úti allt kvöldið þegar íslensk börn eru löngu farin að hátta. Kaffihúsin gera ekki ráð fyrir að maður taki kaffið með sér í pappírsglösum heldur drekkur maður kaffið á staðnum í alvöru bollum. Í New York taka allir með sér mat og kaffi og eru í símanum á sama tíma!
Það er ekki vafi í mínum huga hvor lífsmátin er meira afslappaður og mannlegur. Það að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða án þess að vera hlaupandi um af því að það er alltaf eitthvað sem þarf að klára eða gera á næstu mínútu og helst að gera nokkra hluti í einu er ekki eftirsóknarvert. Ég læt hér fylgja með ljóð upp á enska tungu eftir barnasálfræðinginn David L. Weatherford sem minnir okkur á að njóta stundanna okkar vel. Ég kalla það vangadans en þýði það ekki, það eru aðrir betri í því.
Slow dance
Have you ever wathced kids
On a merry-go-round?
Or listened to the rain
Slapping on the ground?
Ever followed a butterfly´s erratic flight?
Or gazed at the sun into the fading night?
You better slow down.
Don´t dance so fast.
Time is short.
The music won´t last.
Do you run through each day
On the fly?
When you ask: How are you?
Do you hear the reply?
When the day is done,
do you lie in you bed.
With the next hundred chores
Running through you head?
You better slow down.
Don´t dance so fast.
Time is short.
The music won´t last.
Ever told you child,
We´ll do it tomorrow?
And in you haste,
Not see his sorrow?
Ever lost touch,
Let a good friendship die
Cause you never had time
To call and say, "Hi"?
You better slow down.
Don´t dance so fast.
Time is short.
The music won´t last.
When you run so fast to get somewhere
You miss half the fun of getting there.
When you worry and hurry through you day,
It is like an unopened gift thrown away.
Life is not a race.
Do take it slower.
Hear the music
before the song is over.
Ég vona að þú hlustir á tónlistina og vangir við lifið í sólinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.