Týnast ekki í sófanum.

Ég er ættuð að vestan og var að koma úr heimsókn þaðan. Ég fór að heimsækja ömmu mína sem býr hjá frænku minni í Bolungavík. Um leið og ég kom var ég drifin í félagsheimilið að sjá eina af síðustu æfingum leikfélagsins fyrir frumsýningu á laugardag á verkinu "Að eilífu" eftir Árna Íbsen. Halla Signý frænka mín á tvær uppkomnar dætur, önnur var driffjöðurinn í að endurreisa leikfélagið og er aðstoðarleikstjóri. Hin er ljósamaður og maður hennar er í stóru hlutverki í leikverkinu. Sonur Höllu er í aðalhlutverki í leikritinu. Eiginmaður hennar sér um leikmunina. Halla sér um miðakaup og að "dressa" leikarana. Yngsta dóttirinn var upptekin við að leika í Grease með Menntaskólanum á Ísafirði.

Í um átta hundruð manna samfélagi eru alla vega fjörtíu manns sem taka virkan þátt í að setja upp stóra leiksýningu, mun fleiri sem koma að og aðstoða. Það tekur u.þ.b. mánuð að æfa og setja upp sýningar og allir eru í vinnu annarsstaðar. Á sama tíma er fólk líka að sinna fjölskyldu sínum og öðru. Halla Signý og hennar fjölskylda er auðvitað mjög "aktív" en málið er að núna þegar ég bý í Reykjavík þá eru tækifærin til að láta sköpunargleði mína oft minni en ef ég væri út á landi. Þorrablótin eru skipulögð með framlagi úr sveitinni eða plássinu sem og aðrar skemmtanir. Kórin og kvenfélagið, Zontrafélög og allra handa félagsskapur er hluti af mannlífinu.

Ég er ekki að mæla móti því að búa á höfuðborgarsvæðinu en.... það er miklu minni líkur á að maður týnist í sófanum fyrir framan sjónvarpið út á landi. Það eru mikil lífsgæði.

PS og ef þið eruð stödd fyrir vestan kíkið þá á sýninguna ég mæli með henni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband