Ekki í felum lengur!
28.2.2012 | 09:32
Ég er fjörtíu og fimm ára, sem sagt, ekkert sérstaklega gömul. Þegar ég var barn að alast upp í Keflavík þá vissi ég ekki að hægt væri að skilja. Ég man eftir einni stelpu sem átti foreldra sem skildu, hún flutti til Reykjavíkur! Hommar og lesbíur voru ekki til - svo ég vissi. Það voru engir alkólistar, bara fyllibittur, eins og Gvendur Þribbi. Fólk var ekki geðveíkt bara ruglað og börn voru ekki með athyglisbrest, þau voru bara óþekk. Á keflavíkurflugvelli voru svertingjar og því ólumst við upp við að sjá þá í umhverfinu en við töluðum ekkert við þá! Þegar við fórum til Akureyrar í fermingaferðalag þá hafði verið málað á veggina "kanamellur", það þótti ekki fínt að vera í næsta nágrenni við kanann.
Núna bý ég í "samsettri" fjölskyldu. Í minni samsettu stórfjölskyldu eru hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir einstaklingar, svertingi, geðveikir einstaklingar og fullt af athyglisbresti svo ég tali nú ekki um alkólistana. Á undanförnum áratugum hefur orðið gjörbylting í samfélagi okkar. Viðhorf okkar til hvers annars hefur tekið stakkaskiputum og umburðalyndi er nú mun meira en það var. Það þykir næstum sjálfsagt að koma út úr skápnum, að fara inn á geðdeild eða í meðferð. Við kippum okkur ekkert upp við það að fólk skilji og börn venjast því að eiga stjúpforeldra og extra sett af ömmum og öfum. Þetta hefur gerst svo hratt - ég er ennþá mjög ung en mín kynslóð hefur upplifað ótrúlega umbreytingu á lífsháttum, meiri en nokkur önnur kynslóð þar á undan. Við verðum að standa vörð um umburðalyndið. Við verðum að standa vörð um að við hvert og eitt getum lifað lífinu eins og við kjósum, ekki í felum eins og áður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.