Af öllu hjarta.
31.1.2012 | 12:00
Ekki skalt þú hefja verk þitt, fyrr en þú hefur gefið gaum að, hvað undan því fer og eftir því kemur. Ella munt þú að vísu byrja það með ákafa, en síðar, þegar tekur á að bjáta, munt þú guggna á því og hafa skapraun af, því að þú hafðir ekki gert þér ljóst, hver böggull fylgdi skammrifi. Epikets
Epikets þessi var fæddur 50 árum eftir krist burð. Hann fæddist sem þræll en stofnaði síðar frægan heimsspekiskóla í Nikopolis og Róm. Hann var haltur vegna þess að eigandi hans lét brjóta á honum fótinn í hegningarskyni. Hann ku hafa sagt þú brýtur vísast fótinn minn það gékk eftir og þá sagði hann hvað sagði ég ekki sallarólegur! Síðan kvarta ég sem hef frelsi, heilsu, fjölskyldu, vini og flest það sem hugurinn girnist.
Eins og þið vitið þá er mér mjög umhugað um ástríðu, eldhug og innri drift til frammúrskarandi lífs. Til að ná árangri í hverju sem maður tekur sér fyrir hendur þá verður maður að vera í því að af öllu hjarta. Finna sig knúin til góðra verka af öllu hjarta. Spurningin sem hver maður ætti að spyrja sig er ekki: Hvað fæ ég fyrir? Heldur; hvað er ég tilbúin til að gera af öllu hjarta? Hvað snertir við mér svo ég geti lagt mig alla fram af öllu hjarta? Til að ná árangri, sama á hvaða sviði það er, þarf maður að vera tilbúin til að leggja hart að sér, reyna að sjá fyrir hindranir og leiðir í kringum þær.
Tveir menn lögðu af stað, með sveitir sínar, á suðurpólinn í október 1911, Roald Rasmusen og Robert Falcum Scott. Annar komst á áfangastað setti niður norska fánann og hélt heim aftur. Hinn týndi lífinu og allir hans menn einnig. Sömu aðstæður, sama dagsetning, sami póllinn. Heimspeki Roalds var að maður ætti aldrei að bíða eftir storminum til að undirbúa sig fyrir hann. Hann hafði meðal annars undirbúið sig með því að hjóla frá Noregi til Spánar, borðað hrátt selkjöt, verið meðal eskimóa í töluverðan tíma og lært af þeim. Hann var búin að undirbúa sig svo vel að hluta af útbúnaði hans þurfti hann aldrei að nýta. Hvað er það sem þú ert tilbúin til að leggja svo mikla vinnu á þig fyrir?
Við erum flest á leið á suðurpólinn á hverju degi sjáðu til, hugsaðu um hvað hefur gerst í lífi þínu, í fyrirtækinu þínu eða stofnunni sem þú vinnur hjá, eða í samfélaginu - síðustu tuttugu árin.
þú kemst líklega fljótt að því að allt hefur breytst og ekki endilega á þann hátt sem þú áttir von á. Það eina sem við vitum er að allt breytist mun hraðar en við áttum von á. Mikilvægasta vegarnestið er einfaldlega að vita hvað það er sem maður getur lagt á sig - af öllu hjarta. Í bókini minni: Á réttri hillu er fjallað um fólk sem hefur lagt mikið á sig af öllu hjarta. Maður þarf ekki að fara á Suðurpólinn til að vita hvað í manni býr en maður þarf að þekkja sjálfan sig. Það var Epeketus meðvitaður um.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.