Brjóst.
24.1.2012 | 10:52
Everyone things that the past is uninteresting. It´s not hot, it´s not new. I lvoe the idea of the future. But the future isn´t here yet. I can´t learn much from it. If you want to make good decisions about what´s to come, look behind you.
Nathan Myhrvold.
Þegar ég var um það bil búin að fá brjóst, sem að mínu mati var allt of snemma, þá byrjuðu karlkynsjafnaldrar mínir (þeir voru ekki komnir í mútur) að kalla á eftir mér.. mjólkurbú Flóamanna. Ég hataði þá stofnun lengi fram eftir! Ég lærði því fljótt að klæða mig í víðar peysur til að reyna að fela það sem olli þessum vangaveltum og hrópum eftir mjólkurframleiðslu fyrirtæki: Brjóst! Ég ólst nefnilega úr grasi (og bjóstin á mér uxu fram ..) á vitlausum tíma. Þá var í tísku að vera næstum flatbrjósta... Brook Shields, Meg Ryan, Jody Foster (allar fyrir brjóstaaðgerðir..) voru helstu hollívúdd framleiðsluvörurnar.
Ég pakkaði mínum brjóstum því inn í stórar peysur og reyndi að láta lítið fyrir þeim fara. Öfundaði allar kynsystur mínar sem væru svo heppnar að vera flatbrjósta fyrir utan hvað þær ættu gott í leikfimi! Well.... ég hef verið að hugsa um þetta undanfarið þegar fréttir af lekum og ónýtum sílikon púðum bárust. Ég er nú þannig að ég þoli ekki einu sinni að fara til tannlæknis eða í blóðprufu. Meiriháttar aðgerð í mínum huga er að gefa blóð enda hef ég aldrei gert það! En fullt af konum eru til í að leggjast undir hnífinn til að stækka brjóstin á sér... það hefur enginn öskrað á eftir þeim ..mjólkurbú flóamanna svo mikið er víst! Þær hafa kannski horft á okkur hinar sem vorum að fela á okkur brjóstin og hugsað ég vil vera svona.... kannski My point er að við viljum flest öll vera einhvern veginn allt öðruvísi en við erum! Halló ... hvaða vit er í því! Halló, brjóstin á okkur öllum eru bara nákvæmlega eins og þau eiga að vera og ef við dæmum þau ekki eftir því hvernig við lesum í myndir af öðrum um hvernig þau eiga að vera þá....... myndum við lifa fleiri hamingjuaugnablik með brjóstunum á okkur, eins og þau eru!
Í upphafskvótinu þá er talað um að læra af fortíðinni. Ég hef lært að láta mér líka vel við mjólkurbú flóamanna og brjóstin á mér enda hafa þau fætt þrjár guðdómlegustu verur jarðarinnar. Ég hef lært að horfa í fortíðina til að ákveða hvernig ég vil vera í framtíðinni. Satt best að segja finnst mér fáranlegt að spegla mig í nokkrum öðrum en sjálfum mér :-). Reyna að vera sátt við það sem ég hef hér og nú.
Ég vona að þið elskið hvern þumlung af ykkur nákvæmlega eins og hann er núna! ekki eins og hann var (það verður aldrei aftur) og ekki eins og þið vilduð að hann væri.
Snjóar í kaf kveðjur,
Árelía Eydís
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.