Þriggja daga kúr.

Mér er orðið ljóst að ef ég vil að lífsaðstæður mínar breytist til hins betra verð ég sjálfur að breytast til hins betra.                                                -Úr bókinni Orðið ljóst.

Mikið er nú gott að fá nýtt ár með öllum þess loforðum um ný ævintýr og nýjar áskoranir. Ég vona að þið séuð flest farin að huga að nýjum sigrum og nýjum hindrunum sem fara á yfir ár nýju ári. Ég sjálf viða að mér efni til að gera óskaspjöld og læt mig dreyma stóra drauma um allt milli himins og jarðar. Ég hef alltaf verið hrifin af þessum tíma. Oft hefur verið sagt við mig að ég sé allt of bjartsýn og detti stundum í dagdraumana. Ég er nú að sættast við þessa eiginleika mína. Við höfum, á undanförnum árum, verið allt of upptekin af því neikvæða.

Neikvæðar fréttir, neikvæð umræða, neikvæðir straumar. Alveg sama hvort maður fer í heita pottinn eða hlustar á fréttir, stöðugt hefur verið hamrað á því sem er neikvætt. Efnahagsástandið, hér heima, í Evrópu, í Bandaríkjunum. Allt á að hrynja - eftir tiltölulega stuttan tíma. Stjórnmálamönnum er bölvað og þeir sem einhvern tímann tengdust fyrirtækjum sem hafa verið með starfsemi erlendis er kennt um að hafa verið í stöðugu svindli. "Og svo sleppa þessir andskotar..." á þessu endar umræðan oftast í matarboðum í heita pottinum og í umræðuþáttum fjölmiðla. Flestir krefjast þess að einhverjum sé hengt bara einhverjum! ..... einhver!  

Við vitum að samkvæmt hamingjufræðum þá er vellíðan okkar byggð á því hvað við hlustum á, við hverja við tölum og hvernig við högum okkur gagnvart hvert öðru. Ég legg til að við, hvert og eitt, einbeitum okkur að vellíðan. Ég legg til að við byrjum á því að taka þrjá daga og láta okkur líða vel í vinnunni, heima og alls staðar annars staðar í heila þrjá daga. Í þrjá daga reynum við að beina hugsunum okkar að því sem er gott, uppbyggilegt og gefur okkur vellíðan. Þakklæti fyrir það sem við höfum en ekki beiskja gagnvart því sem við höfum ekki er mikilvæg þessa þrjá daga. Þegar hugurinn leitar að því sem er erfitt, þungt og leiðinlegt þá bara beinum við honum aftur á rétta braut og minnum okkur sjálf á að þetta eru bara þrír dagar. Eftir það er frjálst val um að huga að því sem er erfitt og neikvætt og sem er næstum hrunið eða um það bil að hrynja. Förum saman í vellíðunar kúr!  Bara í þrjá daga, við "mössum" þetta saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband