Litla gula hęnan.

Ein af mķnum uppįhaldsbókum frį barnęsku er sagan af litlu gulu hęnunni. Litla gula hęnan fann korn og hśn sį ylvolgt brauš ķ hveitikorninu. Hśn leggur upp ķ vegferš žar sem hśn bišur öndina, köttinn og svķniš aš hjįlpa sér viš aš sį, žreskja og mala korniš. Žau svara um hęl "ekki ég!" žegar er komiš aš žvķ aš hnoša deigiš žį fęra žau sig nęr og hśn bišur žau enn um ašstoš en žau segja aftur "ekki ég!". Hins vegar žegar kemur aš žvķ aš borša ylvolgt braušiš žį vilja žau vera meš, en žį var žaš oršiš of seint.

Hversu oft segjum viš ekki viš okkur sjįlf "ekki ég!" en viljum svo gjarnan njóta uppskerunnar įn žess aš žurfa aš fara ķ gegnum ferliš. Kynslóšarbiliš hefur aš öllu lķkindum aldrei veriš meiri en nś vegna žess hversu ólķk reynsla eldri kynslóša og yngri er af lķfinu. Žau sem nś alast upp og eru aš komast į fulloršins įr eru vön allt öšrum vinnubrögšum en viš hin. Ungt fólk horfir ekki į sjónvarpsžętti į žeim tķma sem žeir eru sżndir į sjónvarpsstöšvum, eins og viš hin eldri erum vön. Žau horfa ķ tölvunni um leiš og žįtturinn kemur śt. Žau hręrast ķ tölvuheimi žar sem žau hafa fullt vald į ašstęšum og fį umbun um leiš. Strax! Ekki seinna. Sķšan fara žau ķ skóla og finnst fįrįnlegt aš lęra um žaš sem hęgt er aš finna į netinu, strax! Žetta gerir žaš aš verkum aš bišin eftir veršlaunum seinna er žeim óskiljanleg.

Į sama tķma hefur heimilishald breyst gķfurlega, milli kynslóša. Ķ Bandarķkjunum, samkvęmt rannsóknum, borša mešlimir sem bśa undir sama žaki s.s. fjölskyldur einungis ķ 20% tilvika saman ķ viku hverri. Sś hefš aš elda, setjast nišur saman og borša er į undanhaldi ķ hinum vestręna heimi. Ķ Bretlandi borša, aš mešaltali, 15% kvöldmatinn sinn ķ bķlnum į leiš frį vinnu. Ķ Bandarķkjunum eyša fulloršnir einstakingar aš mešaltali fjórum klukkutķmum į dag ķ sjónvarpsįhorf. Tķmi sem fer ķ aš vafra į netinu eykst stöšugt.

Skyndilausnir, skyndimatur, skyndiafžreyjing og skyndikynni (ekki kannski ķ žeim skilningi sem mķn kynslóš lagši ķ žaš orš) sem felast ķ samskiptum į netinu ķ staš žess aš taka tķma ķ aš hittast og tala saman er oršin vištekin venja.

En litla gula hęnan kenndi okkur nokkuš veršmętt - žegar viš tökum tķma ķ aš undirbśa jaršveginn og hlśa aš žvķ hversdagslega žį uppskerum viš ylvolgt brauš og hvaš er betra en žaš. Į jólaašventu erum viš oftast full af nostalgķu eftir löngu horfnum dögum, fólki sem horfiš er į braut og minningum um langa daga sem lišu hęgt. Bišin eftir jólunum var löng og svo virtist, ķ barnshuganum, aš tķminn liši hęgar og hęgar eftir žvķ sem leiš aš jólum. Njótum žess aš stöšva tķmann og huga aš žvķ sem mun aldrei beytast milli kynslóša.  Fylla sįl og hśs af kęrleik og óendanlegri gleši yfir žvķ aš vera til og hlśa aš žvķ hversdagslega um leiš og viš klęšum hķbżli okkar og okkur sjįlf hįtķšarbrag.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband